Lyfjafyrirtækin áminnt

Punktar

Bandaríska heilbrigðisráðuneytið varaði á mánudaginn lyfjafyrirtæki við því, að margs konar viðskiptahættir þeirra gætu stangast á við lög um viðskiptasiðferði, skv. frétt Robert Pear í New York Times í dag. Sérstaklega nefndi ráðuneytið greiðslur og fríðindi til lækna fyrir að ávísa lyfjum og breyta um lyf, m.a. ferðir og veizlur, svo og greiðslur fyrir ráðgjafarstörf. Ráðuneytið tekur ekki á þeim vanda, sem var í frétt Melody Petersen í New York Times 13. ágúst, að frægðarfólk í Hollywood er farið að flykkjast í sjónvarp til að dásama nafngreind lyf og þykjast hafa notað þau sjálft. Það tekur ekki heldur á þeim vanda, að lyfjafyrirtæki eru farin að búa til rannsóknaniðurstöður og semja staðlausar skýrslur um rannsóknir fyrir lækna, sem setja nafn sitt undir, svo sem fram kom í New England Journal of Medicine fyrir tæpu ári.