Lyfjamenn unnu kosningarnar

Punktar

Fulltrúar lyfjaframleiðenda í Bandaríkjunum héldu um daginn fund í Westfield í Virginíu til að samræma pólitískar aðgerðir sínar í kjölfar þingkosninganna, þar sem þeir höfðu einkum stutt frambjóðendur repúblikana. Fyrirtækin borguðu þrjá milljarða íslenzkra króna í kosningabaráttuna og hafa á sex árum borgað alls 50 milljarða króna í pólitíska baráttu. Þau hafa 600 manna þrýstihóp á sínum vegum í Washington, þar af 24 fyrrverandi þingmenn, samkvæmt upplýsingum Public Citizen, neytendasamtaka Ralph Nader. Eftir sigur repúblikana vænta þau hagstæðra vinda í Washington. Þau vilja hvorki takmarkanir á lyfjaverði né að gengið sé framhjá dýrum sérheitalyfjum. Þau vilja ekki takmarkanir á lyfjaauglýsingum í fjölmiðlum. Robert Pear og Richard A. Oppel segja í New York Times í dag frá þessu dæmi um, hvernig lýðræði breytist í auðræði.