Lyfjasparnaður

Punktar

Betra er að spara í sjúkrakerfinu með því að taka ódýrar eftirlíkingar, svonefnd samheitalyf, fram yfir dýr sérlyf heldur en að auka hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði. Báðar aðferðir fela í sér undanhald velferðarkerfisins, en síðari leiðin niðurgreiðir beinlínis stéttaskiptingu þjóðarinnar. … Ríkisendurskoðun telur, að spara megi hundruð milljóna og jafnvel milljarða á að taka ódýru samheitalyfin fram yfir dýru sérlyfin. Ef ríkið vill, getur það ýtt notkuninni yfir til samheitalyfja með því að borga að mestu fyrir þau, en aðeins fyrir þau sérlyf, sem talin eru sérstaklega brýn. …