Ísrael er eins lyftan á hótelinu í Jerúsalem. Við hjónin komum að lyftunni um leið og nokkrir Bandaríkjamenn. Allir hófu bugt og beygingar, “after you sir”. Inn í lyftuna komumst við þó. Og aftur hófst sama kurteisin, þegar við ætluðum út. Ísraelsmenn, sem ætluðu þar inn í lyftuna, nenntu ekki að bíða. Þeir ruddust inn í lyftuna, svo að við komumst ekki út og urðum að fara upp aftur. Frekja og yfirgangur eru einkennisorð Ísraels. Mér finnst sjúklegt, að hér sé sjónvarpsstöð, sem daglega mærir þetta ríki. Þaðan slapp ég kalinn á hjarta til Jórdaníu og mér fannst ég vera kominn heim til Evrópu.