Lygar í sjónvarpi

Punktar

Ríkisútvarpinu er ekki sæmandi að birta úthrópaðan áróðursþátt 4. rásar í Bretlandi gegn aðgerðum til björgunar andrúmsloftinu. Sjónvarpið kynnir þáttinn sem vísindalegan. Hann er það ekki. Þar koma fram nokkrir menn, sem eru á mála hjá mengunarfyrirtækjum og njóta einskis álits. Svo og menn, sem síðan hafa kvartað yfir, að skoðanir sínar hafi þarna verið mistsúlkaðar. Í umræðunni erlendis hefur þátturinn verið málefnalega tættur í spað í öllum smáatriðum. Kannski næsta skref ríkissjónvarpsins verði að sýna áróðursþátt um, að þróunarkenningin hafi verið afsönnuð hjá hvítasunnumönnum í Kansas.