Lygar læknarita um lyf

Punktar

Bandarísk læknatímarit eiga enn erfitt með að höndla lyfjarisa, þótt hvað eftir annað hafi komizt upp um lygagreinar í þeim um ágæti lyfja. Wall Street Journal rekur tvö ný dæmi, annað úr bandaríska Læknaritinu, JAMA, og hitt úr Neuropsychoparmacology. Í báðum tilvikum tóku tímaritin hrátt upp fullyrðingar lyfjarisanna, án þess að kanna málin. Mörg læknatímarit hafa hert reglur um birtingu greina um lyf og gera meðal annars kröfur um, að upplýst séu fjárhagstengsli greinahöfunda og lyfjarisa. Samt hefur þeim ekki tekizt að hreinsa orðstír sinn, eins og grein WSJ sýnir.