Lygavefur verður fjötur

Punktar

Landsnet er gott dæmi um einokunarfyrirtæki, sem hleður á sig eldum vantrausts. Hefur logið að sveitastjórnum Voga, Akureyrar og Eyjafjarðar. Hefur logið um verð á jarðstrengjum og flutningsþörf þeirra. Hefur logið um tilvist skýrslu um mat á jarðstrengjum vegna Blöndulínu 3. Hefur logið að Hafnfirðingum um strengi í Vallahverfi. Smám saman hleður slík framkoma upp vantrausti á fyrirtækinu og hverju orði talsmanna þess. Getur að vísu logið orkuráðherra og alþingi upp í að auðvelda yfirgang fyrirtækisins. En til lengdar mun lygin harðna og drepa Landsnet í dróma. Sannleikurinn er sagna beztur sagði Jón Hákon almannatengill.