Lygin og léttúðin

Punktar

Lygin var versta sérkenni hrunstjórnar Geirs H. Haarde. Sannleiksskýrslan sýndi, að ráðherrarnir vissu um ástandið með margra mánaða og jafnvel meira en árs fyrirvara. Ríkisstjórnin gerði ekkert. Laug jafnframt að þjóðinni um, að ástandið væri gott og yrði gott. Geir var þar sjálfur í fremstu röð og næst honum komu Ingibjörg Sólrún og Árni Mathiesen. Björgvin laug líka, en áhöld eru um, hvað hann vissi og hvað hann skildi. Flestir láta sér þetta í léttu rúmi liggja og styðja áfram hrunflokkana tvo og Framsókn, sem stofnaði
til vitleysunnar. Þetta finnst mér sárgrætilegasta hliðin á hruni Íslands.