Kjósendur hafa undanfarin dægur hlustað á leiðtoga ríkis og borgar fara með hverja lygina á fætur annarri. Hafa ruglað um ferli stjórnarskiptanna hjá borginni. Fyrst þykjast þeir ekkert vita um neinar breytingar. Síðan kemur í ljós, að þeir voru inni á gafli breytinganna. Fyrst segja þeir fyrra samstarf um meirihluta hafa verið þolanlegt, jafnvel ágætt. Síðan segja þeir samstarfið hafa verið ferlegt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið grófastur í þessum ýkjum sitt á hvað. Ég veit, að kjósendur flokksins eru heimskir. En sætta þeir sig við, að lygin ólgi sí og æ sem stórfljót?