Frosti Sigurjónsson nefndarformaður hrökklaðist úr einni lyginni í aðra á flótta undan gagnrýni á spillingu hans. Fyrst kannaðist hann ekki við neitt, sagði svo frískuldamark MP-banka komið úr ráðuneytinu. Bjarni Benediktsson neitaði. Þá sagði Frosti, að 50 milljarða markið hefði fæðst úr lausu lofti á fundi efnahags- og viðskiptanefndar alþingis. Loks játaði Frosti að hafa fundið upp á þessu sjálfur og lætt inn í fjárlagafrumvarpið. Engin efnisleg skýring fékkst á nefndarfundinum í dag. Enn er leyndó, hvers vegna Frosti bjó til 200 milljóna gjöf til vina og ættingja Sigmundar Davíðs í MP-banka.