Lýgur út í eitt

Punktar

Aldrei í sögu ríkisins hefur forsætis logið eins þindarlaust og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Nýjasta lygi hans er, að Atvinnuleysistryggingasjóður sé tómur og geti ekki greitt desemberuppbót. Raunar sé sjóðurinn í töluverðum mínus. Rétt er, að sjóðurinn hefur handbæra rúma sex milljarða króna. Hann getur bæði greitt hina umdeildu desemberuppbót og haldið áfram að greiða venjulegar atvinnuleysisbætur hér eftir sem hingað til. Um svipað leyti laug Sigmundur, að Evrópusambandið hafi sagt upp aðildarsamningum við Ísland. Vikulega slengir furðulegur forsætis á borð hverri lyginni á fætur annarri.