Má ekki koma nálægt peningum

Punktar

Heimildir hrannast upp um óráðsíu Steingríms Sigfússonar fjármálaráðherra. Vissi, að VBS fjárfestingarbanki var orðinn ógjaldfær í febrúar 2008. Ernst & Young endurskoðunin hafði gefið ráðuneytið skýrslu. Samt ákvað Steingrímur í marz 2009 að veita bankanum 26 milljarða fyrirgreiðslu. Síðan fór bankinn á hausinn eins og efni stóðu til. Peningar ríkisins brunnu upp. Smám saman hleðst upp syndaregistur Steingríms. Hann brenndi tólf milljörðum í Sjóvá rétt fyrir gjaldþrot tryggingafélagsins. Og ábyrgðist Landsbankanum tjón af völdum nýsamþykktra gengislánalaga. Hann má alls ekki koma nálægt peningum.