Hef ekki keypt íslenzka sögu í þrjá mánuði. Keypti á sama tíma 78 erlendar sögur, allt rafbækur, flestar hjá Amazon. Svo margar hef ég aldrei keypt á svo stuttum tíma. Finnst þolandi að borga 15 dollara fyrir rafbók að vaski meðtöldum, 1800 krónur. Tími ekki að borga tvöfalda upphæðina fyrir íslenzka sögu, enda fáar þess virði. Fylltist grunsemdum, þegar helzti útgefandinn kvartaði um kostnað við umbrot rafbóka. Í raun er hann núll krónur. Rafbók kostar ekki umbrot, ekki pappír, ekki prentun, ekki dreifingu. Þegar íslenzk rafsaga er komin niður í 2500 krónur, get ég hugsað mér að kaupa, fyrr ekki.