Oft er predikað, að þú eigir að fara í málin, ekki í manninn. Samt á það ekki við hér, þar sem málefnin eru að mestu bara plat. Þeir, sem hafa stjórnað í þrjú ár, lofa því sama og þeir hafa svikið. Svo koma fjölmiðlar og bera saman verðlausu loforðin. Búa til krossapróf, þar sem fólk getur séð, hvernig mál þess passa við mál flokkanna. Úr svona prófum kemur auðvitað bara hreint rugl. Stefna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar í húsnæðismálum ungs fólks, í málum aldraðra og öryrkja, í heilbrigðismálum og svo framvegis, fer þvert á þeirra eigin gerðir. Að ræða slík gervimál er einskis virði. Farið heldur í manninn.