Fyrirfram eyddi Jóhanna Sigurðardóttir forsætis tiltrú fólks á nýrri nefnd um lögmæti Magma-kaupa. Sparkaði dr. Sveini Margeirssyni vegna ósannaðra fullyrðinga um, að hann hafi lýst andstöðu við kaupin. Lét samt hvítþvo Bjarnveigu Eiríksdóttur, þótt hún hafi opinberlega lýst yfir fylgi við kaupin. Þannig handvaldi Jóhanna fylgismenn í nefndina og meinta andstæðinga út. Einbeittur vilji Jóhönnu til að fá lögmætið staðfest. Henni er sama, þótt tiltrú fólks á kerfinu verði að engu. Þótt hún geri Steingrím Sigfússon að fífli. Hver sem niðurstaðan verður, þá mun þjóðin telja nefndina vanhæfa.