Magna óróa og óvissu

Punktar

Simon Tisdal segir í Guardian, að Bandaríkjastjórn sé komin á svipað stig hótana í garð Írans og hún var komin í garð Íraks fyrir innrásina í það land. Hún fullyrðir, að Íran hafi hættuleg gereyðingarvopn, eins og hún fullyrti um Írak áður. Hún virðist telja sig geta hafið stríð út og suður á grundvelli órökstuddra fullyrðinga, sem reynast síðan vera rangar. Dólgsleg ummæli ofstækisfullra ráðamanna Bandaríkjanna valda óróa og óvissu í miðausturlöndum. Tisdal telur þau ekki fallin til að fá ráðamenn þessara ríkja til að skríða í duftið.