Magnaðir brennuvargar

Punktar

DV upplýsir, að fimm mögnuðustu útrásarvíkingarnir hafi samtals fengið 230 milljarða afskrifaða. Skiptingin er þannig, að Björgólfur Guðmundsson fékk 96 milljarða, Werner Guðmundsson 90 milljarða, Ólafur Ólafsson 64 milljarða, Magnús Kristinsson 50 milljarða og Jón Ásgeir Jóhannesson 30 milljarða. Alls eru þetta tvær Kárahnjúkavirkjanir, sem garparnir brenndu. Samt ganga þeir allir lausir og meirihlutinn kominn aftur í bisniss. Reikna hefði mátt með efasemdum bankanna um hæfni þeirra. En þvert á móti er þeim hossað sem mest. Enda eru banksterar ársins 2012 kolruglaðir eins og banksterar ársins 2008.