Á alþjóðlegum samstarfsfundi mótmælasamtaka í London um helgina var ákveðið að herða baráttuna gegn fyrirhugaðri árás Bandaríkjanna á Írak. Til viðbótar mótmælagöngum og -fundum verður aðgerðum beint gegn hergagnaflutningum í Evrópu.
Baráttuviljinn hefur magnazt í kjölfar mikillar og óvæntrar þátttöku í mótmælum fyrir tveimur vikum, þegar samtals sex-tólf milljón manna mótmæltu stríðinu víða um heim. Einnig er gert ráð fyrir mótmælagöngum um allan heim að kvöldi innrásardagsins og alþjóðlegum risamótmælum laugardaginn þar á eftir. Frá þessu segir í Washington Post í morgun.