Umhverfisstofnun nennir alls ekki í aðgerðir gegn olíumengun og fugladauða á Garðskaga. Stofnunin vill láta náttúruna sjálfa um að skola burt olíunni og það tekur langan tíma. Í stíl við annað viðbragðaleysi hennar. Ögn mannlegra hefði verið að dæla olíunni upp og flýta fyrir hreinsun strandarinnar. En þetta er stofnunin, sem nennti ekki heldur að mæla díoxín frá sorpbrennslu. Sem neitaði að mæla flúormengun frá stóriðju við Grundartanga. Trassaði að mæla vítissódamengun hjá Becromal í Eyjafirði. Umhverfisstofnun er 75 manna magnþrota stofnun. Strax bera að reka Kristínu Lind Árnadóttir forstjóra.