Makríl-æsingurinn er froða

Punktar

Evrópusambandið stendur ekki fyrir viðskiptaþvingunum á Rússland. Bandaríkin höfðu frumkvæði gegnum Nató og þrýstu á tregt Evrópusambandið að vera með. Því er rangt hjá Bjarna Benediktssyni og Vigdísi Hauksdóttur að kenna Evrópu um vanda Íslands. Málið í heild er uppæsingur úr Davíð Oddssyni. Allt árið hefur verið samdráttur í sölu makríls til Rússlands og verð farið lækkandi. Rússland er vita staurblankt og hefur ekki ráð á að kaup makríl af okkur. Viðskiptabannið á makríl er tæpast hefnd. Fremur er það hluti af gjaldeyrissparnaði Pútíns, sem auðvitað grípur til markaðsaðgerða, sker niður innflutning matvæla. Grátur kvótagreifa vegna viðskiptaþvingana er tilbúningur að venju.