Makríl-landráð nálgast

Punktar

Makríl-stórslys Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra er framhald af fiskistofu-tuddaskap hans. Vonandi verður uppreisn og götuvígi reist, hyggist hann fylgja eftir frumvarpinu um varanlegan eignarétt kvótagreifanna á makríl. Sex ára kvóta frumvarpsins er ætlað að hindra verðandi ríkisstjórn lýðræðisafla í að afturkalla stórslysið. Þetta er risaskref siðleysingja bófaflokkanna í átt að einkavinavæðingu auðlinda þjóðarinnar í hafinu. Ekki er hægt að treysta, að Ólafur Ragnar Grímsson neiti að undirrita landráðin að þessu sinni. Þjóðin þarf núna að rísa upp. Hún hefur því miður engan til að treysta á nema sjálfa sig.