Mál er að linni

Punktar

“Nú er mál að linni” voru andlátsorð Halldórs Ásgrímssonar í pólitíkinni. Sennilega er þetta óvart sagt, enda var hann ekki sleipur í tungumálinu. Orðalagið smellpassar við pólitíkus, sem hafði allt of lengi valdið fólki þjáningum. Halldór færði okkur stríð við saklausar þjóðir í þriðja heiminum. Hann færði okkur kvótakerfi handa fjölskyldufyrirtæki sínu. Hann færði okkur Kárahnjúkavirkjun, mesta glæp Íslandssögunnar, sem aldrei verður bættur. Halldór var versti pólitíkus landsins. Því er gott, að hann varð bráðkvaddur í pólitíkinni.