Fyrir aldamót var prófarkalestur fjölmiðla öflugur. Hélt reisn í málfræði, stafsetningu og setningafræði fjölmiðla. Á nýrri öld hefur prófarkalestur minnkað. Einkum sést það í vefútgáfum fjölmiðla og í fyrirsögnum. Haldið er úti sérstöku bloggi og umræðuhópum til að fjalla um minni metnað fjölmiðla, en án árangurs. Blaðamenn eru orðnir háskólamenntaðir og skrifa klossaðan og langdreginn ritgerðastíl. Raunar er sigið í stíl hastarlegra en í málfræði og stafsetningu. Hinir háskólamenntuðu skilja ekki takmörk sín og svara ábendingum oftast með skætingi. Tilfinningunni fyrir tungumálinu hrakar.