Málamyndapeningur

Punktar

Ljóst er að verða, að gjaldeyrishöft verða ekki afnumin. Í mesta lagi verður skipt um nöfn á þeim. Líklega verður tekið upp gjald á millifærslur. Þýðir, að Seðlabankinn hefur gefizt upp við krónuna sem gjaldmiðil. Hún hindrar, að Ísland geti aftur orðið aðili að fjölþjóðakerfi fjármála. Krónan getur ekki hangið laus, þá hrynur hún bara. Þetta viðurkenna líka þeir, sem hafna evru sem gjaldmiðli. Þess vegna hafa þeir farið út um víðan völl að finna annan arftaka, til dæmis Kanadadollar. Bara til að komast undan óvinsælli evru. En krónan sjálf á sér ekki lengur málsvara. Hún er dauður málamyndapeningur.