Málfrelsi er takmarkað

Fjölmiðlun

Hæstaréttardómur í máli Goldfingers gegn Vikunni sýnir takmörk málfrelsis á Íslandi. Ekki var kannað, hvað hæft væri í ummælum, sem birtust, bara hvort ummælin væru kurteis. Löggan komst upp með að rannsaka ekki sannleiksgildi ásakana á hendur eiganda Goldfingers. Blaðamaðurinn mátti því ekki hafa sannleikann eftir viðmælanda sínum. Það er auðvitað ófær niðurstaða. Sem stafar af, að þingmenn hafa minni en angan áhuga á frjálsri blaðamennsku. Samt kvarta þeir um skort á rannsóknum í blaðamennsku. Er t.d. hægt að ætlast til, að sagt sé satt um Björgólfana undir hótunum Ásgeirs um málsókn?