Ólafur Ísleifsson háskólakennari fer með rangt mál um IceSave. Norðurlönd hafa ekki krafizt, að Ísland gangi að kröfum Bretlands og Hollands. Aðeins að gengið verði frá samkomulagi þessara þriggja aðila. Á því er stór munur, sem Ólafur kýs að sjá ekki. Ennfremur er rangt hjá honum, að gera þurfi nýja efnahagsáætlun. Varla hefur farið fram hjá honum, að búið er að semja við Bretland og Holland. Sá samningur er í vinnslu Alþingis. Ólafur Ísleifsson hefur lengi verið málgagn Sjálfstæðisflokksins. Nýjustu fullyrðingar hans ber að skilja sem slíkar. Þær eru ekki innlegg í þetta IceSave leiðindamál.