Mállaus og skoðanalaus

Punktar

Við Magnús Óskarsson gáfum Birgi Ísleifi Gunnarssyni borgarstjóra ráð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1982. Vildum, að Birgir yrði grænn borgarstjóri. Legði græna trefla um borgina, til dæmis milli Elliðaárdals og Laugardals. Slíkt var þá ekki enn komið í tízku. Hittum Birgi, sem virtist vera alveg mállaus og skoðanalaus. Ég hef aldrei hitt pólitíkus, sem kom eins aulalega fyrir og Birgir. Það var eins og hann væri í öðrum heimi og heyrði ekki orð manna í umhverfinu. Mér kom ekki á óvart, að hann féll í kosningunum. Hann fór ekki eftir neinu, sem við Magnús ráðlögðum honum. (Úr bókinni: Jónas Kristjánsson: Frjáls og Óháður, 2009)