Hef aldrei myndað mér staðfasta skoðun á, hvar Landspítalinn eigi að vera. Of flókið mál fyrir mig. Hef þó tekið eftir, að nánast enginn ver núverandi stað. Nánast allir, sem um málið skrifa, benda á aðra staði betri. Þeir, sem ákváðu staðinn eða halda stefnunni til streitu, taka engan þátt í umræðunni. Ósvífið. Segir mér þá sögu, að óráðlegt sé að byggja á núverandi svæði. Enda er þar ekki einu sinni pláss fyrir fæðingardeild. Hvers slags rugl er það? Segir mér líka þá sögu, að margir fagmenn hafa hagsmuna að gæta. Óttinn við tekjumissi veldur þeim málstoli. Eins og verkfræðingar í virkjanabransa, þegja bara út í eitt.