Málstola talsmenn

Punktar

Hávær þögn hefur verið um helgina hjá talsmönnum Sjálfstæðisflokksins. Síðasta bomban var að fiska í fúlli tjörn útlendingahaturs. Tölur könnunar um fylgishrun flokksins kölluðu á endurskoðun kosningabaráttunnar. Ef til vill kunna þeir ekki lengur á félagsmiðlana. Kannski er liðin sú tíð að menn geti lofað frítekjumarki kosningar eftir kosningar og jafnóðum svikið. Líklega er snúið að endurtaka ætíð sömu kosningaloforðin og svíkja allt jafnóðum. Virðist ekki virka nú, að minnsta kosti ekki nógu vel. Hvernig væri að prófa: Hvítvin með humrinum á elliheimilum. Frítt húsnæði fyrir alla heima hjá Bjarna. Ókeypis spark í rass hælisleitanda.