Misserum saman misnotar stjórnarandstaðan þingsköp. Með andsvörum við eigin þingræður margfaldar hún tímann, sem fer í endurtekningar. Þetta gerir hún til að þæfa málin, þegar líður að þinghléi. Forsetar Alþingis þjónusta þessa misnotkun með því að vera alltaf á síðustu stundu með mikilvæg mál. Réttara væri að láta stjórnarandstöðuna ekki taka sig á taugum. Gefa henni drjúgan tíma að næturlagi til andsvara. Brýnt er, að ekki fari milli mála, hver sé framganga andstöðunnar. Ég hvet fólk til að kynna sér hálftíma hálfvitanna á alþingisvefnum. Þar birtist málþófið sem innihaldslaus misnotkun þingskapa.