Málþófið nægir

Punktar

Í augu sker tregða forseta Alþingis við að stöðva málþóf með atkvæði. Hlýtur að vera meðvituð. Ríkisstjórn og stjórnarliðar vilja ekki, að umdeildu málin fái afgreiðslu. Vilja geta kennt andstöðunni um útkomuna. Stjórnarliðar eru þó jafnsekir. Væru þeir heilir í stuðningi við stjórnarfrumvörpin, þarf bara níu þingmenn á tillögu um stöðvun umræðu og atkvæðagreiðslu strax. Komi þá í ljós, að meirihlutinn sé enginn meirihluti, þarf að sjást, hverjir biluðu. Ófært er, að stjórn Alþingis hafi þjóðina að fífli um ábyrgð á málþófi, sem auðvelt er að stöðva. Eftir 30 stunda umræðu er stöðvun málþófsins réttmæt.