Máluð græn

Punktar

Margrét Sverrisdóttir hefur ekki sýnt meira dálæti á umhverfinu en aðrir framámenn Frjálslynda flokksins. Óséð er, hvernig Ómar Ragnarsson ætlar að mála hana græna og umbylta henni í oddvita hægri græns flokks. Sama er að segja um Jón Baldvin Hannibalsson. Ekki er langt síðan hann var ráðherra svartrar ríkisstjórnar. Hann verður tæpast málaður vel grænn í einni sjónhendingu. Framboð Ómars Ragnarssonar væri trúverðugra, ef efsta fólk listans kæmi úr Framtíðarlandinu eða öðru sannanlega grænu umhverfi. En ekki pólitískir stafkarlar með vafasama fortíð.