Hvað skal gera, ef pabbi eða manna spyrja, hvort þau megi vera bloggvinur á Facebook eða MySpace? Þetta er spurning, sem sumir unglingar hafa þurft að svara. Þeir nota samfélag bloggvina til að skilgreina sig sem sjálfstæðan einstakling, aðgreindan frá fjölskyldunni. Síðan vill fjölskyldan komast inn í þetta samfélag. Til að halda tengslum við ungling, sem aldrei næst samband við. Hópar ungs fólks hafa myndað samtökin “abolish parent” til að hamla gegn þessu. Þau segja unglingum, hvernig megi halda gamlingjunum utan við. Svo eru líka til dæmi um, að kynslóðir hafi náð saman á Facebook.