Gamla eigendur einbýlishúsa dreymir um íbúð í lúxusblokk. Þar er húsvörður í anddyri og viðgerðarmaður, sem skrúfar perur í ljósastæði. Þar er lyfta upp að íbúðardyrum og hljóðhelt milli íbúða. Þannig var ímynd frá Manhattan seld fyrir offjár í háhýsum við Skúlagötu og í Skuggahverfi. Veruleikinn er hins vegar martröð. Einn getur ekki notað flygil, því að hann heyrist milli hæða. Símtöl heyrast líka milli hæða. Gólfefni losna, útveggjaflísar falla á vegfarendur. Útsýnisgler út að Esjunnni er matt. Eini staðurinn, sem ekki lekur, eru svalirnar. Málaferli og matsnefndir einkenna Manhattan Íslands.