Mannasiðabókin mín

Punktar

Af ókunnum ástæðum gaf systir mín mér mannasiðabók, þegar ég var um tvítugt. Þar var kennt, hvernig karlar ættu að daðra við konur. Bjóða í mat á huggulegum stað. Þú fylgir henni heim og kveður hana. Þetta gerist í þrígang. Þið getið splittað reikningnum, ef konan vill. Í þriðja skiptið máttu kyssa konuna. Í fjórða skiptið færðu að koma inn á herbergi til hennar. Bannað er að vera fullur. Ég efast um, að flagarar þyldu að fara gegnum svona ferli. Það felur líka í sér, að þið hafið spjallað heilmikið saman og fundið, hvort ykkur líður vel með það. Ætti ekki að kenna Esquire Etiquette eða aðra slíka í menntaskólum, líklegra þó yngri útgáfu?