Mannasiðaskortur Maríu

Punktar

Ég sá í gær, að Ljósmyndasafn Reykjavíkur heldur sýningu á ljósmyndum úr þremur dagblöðum. Úr Vísi 1960-1975, Dagblaðinu 1975-1981 og DV 1981-2000. Engum þáverandi aðstandenda þessara dagblaða var boðið að vera við opnunina eða tala þar. Ekki heldur höfundum myndanna utan einum. Mér virðist safnstjórann, Maríu Karen Sigurðardóttur, skorta mannasiði. Auðvitað er mikið af embættismönnum landsins illa hæft til að gegna starfi samkvæmt Pétursreglunni. Tek þetta því ekki nærri mér. En við hæfi er, að borgaryfirvöld muni senn biðja marga afsökunar fyrir hönd safnstjórans.