Manndráps-brokkararnir

Hestar

Níu ár eru síðan nýtt dómkerfi kynbótahrossa var tekið upp. Það var gert með samkomulagi hrossabænda og Ágústs Sigurðssonar ráðunautar, sem nú er rektor á Hvanneyri. Þetta kerfi var til mikilla bóta, en er nú orðið barn síns tíma. Það tekur ekki nógu hart á höstum hrossum. Manndrápsbrokkarar fá of háa einkunn. Við eigum bara að rækta mjúk hross, sem unun er að sitja. Dómkerfið tekur heldur ekki nógu hart á skeiðleysu. Skeið á hægri ferð eða milliferð er grunngangur íslenzka hestsins frá öndverðu. Í dómkerfið vantar líka valhopp, sem er hinn grunngangurinn. Kynbótadómar eru nú á villigötum.