Mannhafið á blómamarkaði

Ferðir

Blómamarkaðurinn á aðaltorginu í Gent er frábær. Aðfaranótt sunnudags er farið að setja upp tjöld á Kouter klukkan fjögur. Tveim tímum síðar fara blómin að koma inn og klukkan átta að morgni er allt tilbúið í sölu. Ég horfi á þetta allt út um stofugluggann. Mannhafið er mikið, eins og öll Reykjavík sé á göngu. Klukkan hálfellefu byrjar lúðrasveitin á art-decco palli. Upp úr hádegi er allt búið og garðyrkjubændur tínast brott. Sama morgun er forn bókamarkaður á síkisbakkanum Ajuinlei og gæludýramarkaður á Vrijdagmarkt, þar sem fiskmarkaður er á föstudögum við ótrúlegt mannhaf.