Jenni Russell segir í Guardian, að mannhatur sé hornsteinn ríkisstjórnar Tony Blair í Bretlandi og sé orsök sjálfsvígs David Kelly, sérfræðings í öryggismálum. Í hvert sinn sem einhver hverfi úr ráðherraembætti, sé hann skipulega rægður í samstarfi spunastjóra Blair og villimanna í fjölmiðlunum. Russell nefnir Mo Mowlam, Clare Short og Elizabeth Filkin sem dæmi um slík fórnardýr. Sams konar herferð var í gangi gegn Kelly, þegar hann fyrirfór sér. Eftir rökstuðning Russell geta menn furðað sig á, af hverju Bretar hafa ekki séð gegnum illmennsku Blair og hirðar hans.