Mannjöfnuður

Punktar

George Monbiot skrifar í Guardian um tvö ríki, Svíþjóð og Bretland, sem hafa farið hvort í sína áttina, Svíþjóð til velferðar og Bretland til markaðshyggju. Svíþjóð hefur 1.7 milljón króna landsframleiðslu á mann, en Bretland 1.6 milljón króna. Svíar spöruðu 630 milljarða á árinu, en Bretar juku skuldir um 1650 milljarða. Svíar hafa minni verðbólgu en Bretar. Svíar eru þriðju í lífsgæðum heimsins, en Bretar eru númer ellefu. Monbiot vill, að Bretar víki frá Chicago-skólanum og kennisetningum Alþjóðabankans og taki upp sænskt hagkerfi, sem greinilega er betra að hans mati.