Mannréttindi láta undan síga víða um heim. Að frumkvæði Bandaríkjanna telja harðstjórar sér allt leyfilegt í umgengni við fólk. Pyndingar hafa verið skírðar upp á nýtt til að skemmta skrattanum. Enn er að vísu talað illa um Mugabe í Zaire, en heiðraðir eru skálkar á borð við Mubarak í Egyptalandi og Musharraf í Pakistan. Í vaxandi mæli eru niðurstöður kosninga falsaðar, alla leiðina frá Nairobi til Moskvu. Illmenni heimsins hafa áttað sig á, að engin nennir að gera neitt í málum þeirra. Illvirki þeirra koma sjaldan fyrir í fréttum. Og notendur fjölmiðla hafa engan áhuga á að fylgjast með.