Mannréttindi auðmanna

Punktar

Helztu lagatæknar landsins eru í eigu auðmanna. Þeir eru farnir að ráðast á frumvarpið um kyrrsetningu eigna. Telja það skerða mannréttindi skúrskanna. Þetta er bara byrjunin á markvissri varnarbaráttu auðmanna, sem vilja halda öllu sínu. Færustu lagatæknum landsins verður næstu vikur og mánuði teflt fram til að gæta hagsmuna auðmanna. Koma í veg fyrir, að saumað verði að þeim með kyrrsetningu eigna, með afnámi bankaleyndar, með samningum við aflandseyjar um fréttir af undanskoti og þvotti peninga. Umræðan á Íslandi um mannréttindi og réttaröryggi snýst bara um peningahagsmuni auðmanna.