45 ríki múslima telja sig ekki geta samþykkt mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Þau hafa undirritað aðra, eigin KAIRÓ-MANNRÉTTINDAYFIRLÝSINGU. Hún vísar sífellt til sharia-lögmála kóransins án þess að vitna í þau. Þessi 45 ríki taka kóraninn fram yfir nútíma mannréttindi, rétt eins og vestræn ríki tækju gamla testamentið fram yfir nútíma mannréttindi. Stafar af, að íslam er miðlæg í ríkjum múslima, en kristni ekki miðlæg í vestrænum ríkjum. Svo kemur í ljós, að fólk flýr unnvörpum þessi 45 ríki múslima og leitar á náðir vesturlanda. Þá getur fólkið ekki flutt með sér sharia-lögmálin og haft þau æðri stjórnarskrám.