Við vitum, að ríkisstjórn Íslands er svo eindregið andvíg mannréttindum, að hún tók fjárveitingu af Mannréttindastofu. Starfsgreinasambandið hefur í tilefni 1. maí tekið upp hanzkann fyrir mannréttindi og ætlar að leita leiða til að fá stéttarfélög til að brúa bilið hjá Mannréttindastofu, þangað til þjóðin losnar við hina hatursfullu ríkisstjórn, sem er komin í stríð gegn Afganistan. Endur fyrir löngu tóku stéttarfélög saman höndum til að brúa bilið hjá SÁÁ, sem ekki var í náðinni hjá stjórnvöldum þess tíma. Samkvæmt þessu er ótímabært að halda fram, að stéttarfélög séu úrelt.