Við skulum ekki blekkja okkur með orðhenglum. Brauðmolatrúin er mannvonzka, hvort sem henni er haldið fram af Pétri Blöndal eða Vilhjálmi Bjarnasyni. Næg reynsla er af trúnni á að hlynna að hinum ríku og að þá skoppi brauðmolar af borðum þeirra niður til hinna fátæku. Hún virkar ekki, hefur aldrei virkað og mun aldrei virka. Hafi hinir ríku of mikil fríðindi, setja þeir gróðann ekki í hagkerfið, heldur taka hann út úr því og koma honum fyrir í skattaparadísum aflandseyja. Þeir draga beinlínis úr efnahagsvexti. Við búum hins vegar við þá einu ríkisstjórn í heiminum, sem trúir á þetta úrelta trúarrugl frá Stanford.