Már Guðmundsson er óhæfur

Punktar

Heiðar Már Guðjónsson útrásarvíkingur telur það reiðilaust af sinni hálfu, að Seðlabankinn segi viðskiptanefnd Alþingis frá Sjóvá. Hann er í hópi, sem vildi kaupa tryggingafélagið. Seðlabankinn neitaði að selja, enda varla unnt að telja Heiðar fínan pappír. Viðskiptanefnd vildi fá að sjá gögn um ferlið. Már Guðmundsson seðlabankastjóri neitaði hins vegar að tala. Faldi sig að baki hinnar illræmdu bankaleyndar, sem illu heilli hefur ekki verið aflögð. Már er maður gamla tímans, rangur maður á röngum tíma. Seðlabankastjóri, sem neitar árið 2011 að svara spurningum þingnefndar, á að taka pokann sinn.