Krókur á Jórukleifarleið inn í Marardal.
Á vefsíðu Ferlir.is segir þetta um Marardal: “Marardalur er sigdæld, neðanundir Skeggja, en svo nefnist hæsti tindur Hengilsins. Brattar hlíðar liggja að honum á alla vegu, botn hans er rennisléttur og um grundirnar liðast fagurtær lækur. Smá skarð í dalsbrúnina er í suðvesturhlið hans. Um það rennur lækurinn. Skarðið er svo mjótt, að menn verða að ganga þar inn í einfaldri röð. Merki um grjótgarðshleðslu er þar, því áður fyrr voru naut og önnur geldneyti höfð þar að sumarlagi og lokuð þar inni með þessum grjótgarði.“
Byrjum á Jórukleifarleið sunnan Marardals. Förum eftir greinilegri slóð austur í lækjargil og þræðum gilið norðaustur og norður í Marardal. Förum norður úr dalnum um greinilega sneiðinga og síðan eftir götu um Þjófahlaup á Jórukleifarleið norðan Marardals.
4,2 km
Árnessýsla
Nálægir ferlar: Jórukleif.
Nálægar leiðir: Dyravegur.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson