Margar nafnlausar heimildir

Fjölmiðlun

Helzti stjórnmála-berserkur samtímans segir í Mogga, að framsóknarmenn sjái eftir stuðningi við ríkisstjórnina. Agnes Bragadóttir hefur það eftir mörgum framsóknarmönnum, öllum nafnlausum. Enginn er nafngreindur í grein hennar. Sú aðferð hefur alltaf verið umdeild. Washington Post hefur ákveðið, að nota ekki slíkar heimildir, en gefur sér tíma til að koma því í verk. Þegar stjórnmála-berserkur slær um sig með nafnlausum heimildum, verða lesendur annað hvort að treysta eða ekki. Greinina hefði Agnes getað skrifað upp úr sjálfri sér án þess að tala við nokkurn framsókmarmann.