Margar silkihúfur

Punktar

Þegar George W. Bush kom til Bruxelles til að heilsa upp á Evrópu, var fyrst haldin athöfn með forsætisráðherrum Belgíu og Lúxemborgar, forseta forsætisnefndar Evrópusambandsins, öryggisráðherra þess, utanríkisráðherra og viðskiptaráðherra þess, svo og tugum annarra mikilvægra manna. Menn minnast þess, er Henry Kissinger, sagði, að menn vissu símanúmerið í Hvíta húsinu, en hvert er símanúmer Evrópu, spurði hann. En hin hliðin á þessu er sú blessun, að seint verður einn maður eins valdamikill í Evrópu og forsetinn er í Bandaríkjunum. Timothy Garton Ash skrifar um þetta í Guardian.