Margar þjóðir Íslands

Fjölmiðlun

Þjóðir Íslands eru margar og eiga fátt sameiginlegt. Flestir Íslendingar eru fullir hræsni og telja farsælt að velta ekki við steinum. Margir eru félagslega rétttrúaðir og vilja lúta leiðsögn vandamálafræðinga. Aðrir eru forvitnir, vilja kíkja út fyrir boxið, en telja öruggast að búa í boxinu þess á milli. Enn aðrir eru uppreisnargjarnir, hafa efasemdir um alla, sem berja sér á brjóst, einkum um pólitíkusa. Loks eru margir uppteknir af brauði og leikjum. Skrítinn er dans fjölmiðla milli þjóðanna. Þeir skilja fæstir gjána milli þeirra. Ætla sér að gleypa of margar þjóðir í senn.